Ég hef lengi ferðast og stundað leiðsögn um Hornstrandir ásamt bónda mínum, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni.
Þess vegna er ég nokkuð kunnug byggðasögu þessa eyðihéraðs og hef lesið fjölda frásagna af lífsbaráttu fólks í þessum harðbýla landshluta.
-Við segjum fólki frá fyglingnum óttalausa, Sigurði Rósa Jónssyni sem fyrstur manna smíðaði sér nokkurs konar hjálm úr rekagóssi til varnar grjóthruni. Hvernig væri svona hjálmur ?
-Stígur bóndi á Horni var frægur smiður eins og margir Hornstrendingar og hann hefði getað smíðað skeifur úr rekaviði hefði honum fundist vit í því.
-Og hvar féllu tár ekkna eins og Hansínu Tómasdóttur á Marðareyri þegar hún missti mennina sína ósynda í sjóinn, hvern á fætur öðrum? Verkin eru tileinkuð íbúum þessa harðbýla héraðs og voru gerð fyrir sýninguna Nr4Umhverfing sem fram fór á Vestfjörðum sumarið 2022.
I have visited the Nature Reserve at Hornstrandir many times. No one lives there now but I have studied the history of the people who used to live there. I have thought about about the birdhunters that absailed down the cliffs without protection until they got helmets from soldiers after the war. I have thought about crafts people who could make almost anything out of driftwood and I have thought about the women who lost their husbands at sea.



